Um BRANDSON

Við hjá Brandson hvetjum og styðjum þig í að stunda heilbrigt líferni með því að bjóða upp á glæsiilegan og vandaðan æfingafatnað sem veitir þér vellíðan, kraft og innspýtingu til að gefa allt sem þú getur í þá hreyfingu sem þú vilt stunda. Við trúum því að með því að setja sér markmið, vinna jafnt og þétt að því án þess að gefast upp þá með tímanum er allt mögulegt. 

Það er einmitt þannig sem þetta vörumerki hefur orðið til. Það hófst árið 2015 með tvær hendur tómar. En lagt var af stað í þetta verkefni með markmið eitt og sér. Fyrsta árið var undirbúningur, mikill lærdómur sem átti sér stað, fullt af skissum og sýnishornum af fyrstu vöru ásamt því að leggjast yfir markaðssetningu og þ.h. var unnið hörðum höndum við að safna fé til að þetta verkefni gæti orðið að veruleika. Þann 19. apríl 2016 var svo fyrsta varan komin í hús, Brynhildr I - æfingabuxur sem fengu gríðarlega góðar viðtökur þrátt fyrir að vera nýtt merki á markaðinum sem engin þekkti fyrir. Síðan þá hefur þetta verið enn meiri vinna en hægt var að óra fyrir en aldrei gefist upp. Bara brett upp ermar og allt gert til að ná settu markmiði. 

Þannig að við vitum að það er hægt að gera ótrúlegustu hluti ef haldið er áfram að settu marki með þá trú að allt sé mögulegt sé viljinn fyrir hendi. Við leggjum áherslu á markmiðasetningu og trúum því að okkur séu allir vegir færir ef við leggjum okkur nógu mikið fram og einbeitum okkur að markmiðinu.

Okkar markmið er að hjálpa þér með að ná markmiðum þínum og ýta undir vitundarvakningu, styrkja ímynd og persónuleika. Geta boðið upp á vandaða vöru sem hentar þeim sem gera bæði kröfu um útlit og vandaða vöru, vönduð hönnun og góðar vörur sem veita þér góða innspýtingu í þau markmið sem þú hefur tekið þér fyrir hendur og hvetja þig áfram að markinu.

 

 

Gildi okkar eru, Einbeiting, Upplifun og Ástríða